Listasalurinn Bragi

Markmið Listasalsins Braga er að veita ungu og efnilegu listafólki hér á Akureyri og nágrenni tækifæri til að þróa list sína. Bragi er ekki gallerí, Bragi er Listasalur. Bragi er lifandi vinnustofa þar sem ungt fólk fær rýmið lánað í tvær til þrjár vikur og vinnur ný verk. Að tímabilinu loknu er haldin opin vinnustofa. Áhersla er lögð á að þessir listamenn fái að kynnast því hvernig það er að mæta á vinnustofuna á hverjum degi og vinna markvisst að list sinni. Braga hefur verið tekið afar vel frá stofnun en á einu ári hafa rúmlega 30 listamenn nýtt sér aðstöðuna og við höfum tekið á móti hátt í 600 gestum. Ótrúlegt!

Ef þú/þið hafið áhuga á að nýta aðstöðuna þá er um að gera að hafa samband við okkur á facebook, í síma 460-1240 eða á ungmennahus@gmail.com

IMG_0249
Sandra Wanda með sjálfsmynd. Haust 2015
Bragi_Vinnurými (3 of 6)
Frá sýningunni Sjónhaugur á listahátíðinni Hömlulaus 2014
VMA (7 of 12)
Nemar á listnámsbraut VMA – Vor 2015
2juli (3 of 6)
Skapandi sumarstörf 2015