Hvað er Virkið?

 

V

Virkið er samstarfsverkefni 12 stofnanna á Akureyri. Virkið starfar sem þjónustuborð með hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Þjónustan er þverfagleg og miðast við aldurshópinn 16 til 25 ára. Stofnanirnar 12 veita allar fjölbreytta þjónustu og miða að virkri þáttöku fyrir einstaklinginn. Með þjónustu þessari er markmiðið að auðvelda aðgengi fyrir notandann, veita snemmtæka íhlutu, minnka líkur á að fólk falli á mili kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði.

Stofnanirnar eru: Rósenborg-Ungmennahús, vinnumálastofnun, Fjölsmiðjan, Heilbrigðisstofnun Norðurlands-heilsugæslan, Símey, Sjúkrahúsið á Akureyri-geðdeild, fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, Starfsendurhæfing Norðurlands, Grófin geðverndarmiðstöð, VMA, MA og Virk.