JCI – Norðurland

JCI – Norðurland hefur undanfarin ár nýtt sér aðstöðuna í Ungmennahúsinu til námskeiðahalds og funda. Endilega kynnið ykkur starfsemina hjá þessum flottu samtökum á facebook síðu félgsins og vefsíðu.

Hlutverk
Að veita ungu fólki tækifæri til að efla hæfileika sína og með því stuðla að jákvæðum breytingum

Tækifæri
JCI er vettvangur til að sækja námskeið og afla sér þekkingar, nýta þekkinguna í framkvæmd og fá um leið bæði hvatningu og leiðsögn. Með þátttöku í JCI öðlast félagsmenn dýrmæta reynslu sem nýtist jafnt í leik og starfi.

Efla hæfileika sína
Félagar efla hæfileika sína með því að fá þjálfun, framkvæma hugmyndir sínar og takast á við áskoranir sem JCI starfið býður upp á.

Stuðla að jákvæðum breytingum
Starf JCI miðar að því að kalla fram jákvæðar breytingar bæði hjá einstaklingunum sjálfum og fyrir samfélagið í heild. JCI bíður upp á námskeið og verkefni sem leysa úr læðingi orku sem er til staðar og hvetja til þroska og virkni.

Sýn
Að vera leiðandi alþjóðleg hreyfing ungra virkra samfélagsþegna

Virkur samfélagsþegn
Fyrir okkur er það að vera virkur samfélagsþegn aðláta sig málin varða, sitja ekki eingöngu heima og kvarta heldur standa upp og gera það sem í okkar valdi stendur til að breyta því sem betur má fara