Molasykur

Molasykur er Tónleikaröð ungmennahússins, en fyrsta fimtudag hvers mánaðar þá er markmið okkar að halda tónleika í viðburðarsal okkar með því unga fólki sem að er að búa til og skapa tónlist, tónleikarnir eru auglýstir á öllum fréttamiðlum okkar og stundum ná þeir athygli annarra fréttamiðla utan við húsið. En einnig er vert að geta þess að allir tónleikar sem að eru haldnir á vegum molasykurs eru hljóðritaðir í stafrænu formi í dúndur gæðum en ungmennahúsið er stolt af því að eiga allra fullkomnustu græjur til upptöku.

Molasykur heldur einnig út soundcloud síðu sem að hægt er að nálgast hér: https://soundcloud.com/ungmennahusid en hér er að finna þá tónlist og tónlistarmenn sem að eru að búa til tónlist innan veggja Ungmennahússins hvort sem er í stúdíóinu eða inn í æfingaraðstöðu.

Allir geta komið og haldið tónleika í molasykri og öllum er frjálst að nota okkar frábæru tónlistaraðstöðu, hvort sem er að búa til, læra á eða flytja tónlist.