Skapandi sumarstörf

Á hverju sumri fá tveir hópar ungra listamanna sex vikur í vinnu við skapandi sumarstörf. Hóparnir hafa verið ansi ólíkir í gegnum tíðina en tónlist, leiklist og myndlist hafa verið áberandi viðfangsefni. Það er okkur sönn ánægja og heiður að fá að starfa með ungu og upprennandi listafólki Akureyrar og veita þeim leiðsögn við skapandi greinar. Það er mikil vinna sem býr að baki listrænum verkefnum og því er gott að geta veitt ungu fólki tíma og aðstöðu til að þróa sig og bæta. Sem dæmi má nefna að sumarið 2015 var áhersla lögð á tilraunamennsku og frelsi til athafna. Þátttakendur fengu góða vinnuaðstöðu og leiðsögn til að koma hugmyndum sýnum á framfæri og frekar var einblínt á ferlið en endanlega útkomu eða niðurstöðu.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá líflegu myndlistarlífi Skapandi sumarstarfs 2015.